B3 er hrikalega erfið keppni fyrir mig. Leikurinn í gær var jafn fyrstu 3 leikhlutanna, þá lenti ég undir og menn fóru að drita þriggja stiga skotum en hittu ekkert þannig að munurinn var meiri en efni stóðu til. Hefði jafnvel unnið þetta lið á heimavelli.
En ég held að ég fari nú ekkert áfram í þessari keppni, vantar sterkari guarda til að ná meiri árangri þarna, en ég er smám saman að vinna í því vandamáli.
Breiddin er líka að verða betri, get núna róterað aðeins liðinu og ætti að geta barist bæði í deild og bikar. Veit nú samt ekki um tvöfaldan sigur, það er ansi bjartsýnt. Svo eiga öll lið eftir að tapa einhverjum leikjum, 16-18 sigrar ættu að duga til að vinna riðilinn þannig að ég hef engar áhyggjur af einum tapleik gegn Svalbo á útivelli, sennilega einn erfiðasti leikurinn á tímabilinu.Ef maður fer langt í bikar getur líka verið að maður gefi einhverja leiki í deildinni til að hvíla menn o.s.frv..