kóngarnir á toppnum. Það er nokkuð ljóst hvaða lið voru þau sterkustu í fyrsta hluta deildarkeppninnar. Ég og Claud með 100% vinningshlutfall. Ætli það stefni í sama úrslitaleikinn aftur, veit ekki hver ætti að stoppa mig á leið minni þangað (nema kannski meiðsli lykilmanna), meiri spurning með hvort Húnarnir gætu strítt Claud. En þetta er allavega ágætt tímabil hingað til, nú er bara að halda sér í 100%. Það mun reyna verulega á liðið strax í næsta leik.